Um

Við gerum okkur grein fyrir því að sumir hafa betri skilning á hugtakinu atferlisauglýsingar á netinu en aðrir. Þessi vefsíða hefur sett verið saman til að gera þetta efni skýrara fyrir alla.

 

Atferlisauglýsingar eru einfaldlega starfshættir sem byggjast á netvafri og gera fyrirtækjum kleift að koma auglýsingum til netnotenda sem endurspegla áhugasvið þeirra. Þær eru öruggar, gagnsæjar og hannaðir til að styrkja þig, neytandann.

 

Evrópski auglýsingaiðnaðurinn hefur þróað regluramma um góða starfshætti sem fyrirtæki ættu að fylgja. Þessir góðu starfshættir byggjast á því að fyrirtæki sýni gagnsæi varðandi þær upplýsingar sem safnað er og notaðar eru í þessum tilgangi, ásamt því að leitast við að veita þér stjórn. Í hjarta þeirra er A.

 

Hvað eru atferlisauglýsingar?

 

Atferlisauglýsingar á netinu (einnig þekktar sem auglýsingar byggðar á áhugasviði) er leið til að bjóða upp á auglýsingar á vefsíðum sem þú heimsækir, þannig að þær séu meira viðeigandi fyrir þig og áhugasvið þín. Sameiginleg áhugasvið eru flokkuð saman samkvæmt fyrra netvafri og vefnotendum er síðan boðið upp á auglýsingar sem tengjast sameiginlegum áhugasviðum þeirra. Á þennan hátt má gera auglýsingar eins viðeigandi og nytsamlegar og mögulegt er. Einnig getur verið boðið upp á viðeigandi auglýsingar samkvæmt efni þeirra vefsíðna sem þú hefur einungis verið að skoða. Þetta kallast „endurmiðun“ (retargeting).

 

Hvernig virka þær?

 

 

Hvernig fyrirtæki koma að atferlisauglýsingum?

 

Eftirfarandi tegundir fyrirtækja eiga hlut að máli:

  • Auglýsandi – fyrirtæki sem selur vöru eða þjónustu og stendur fyrir auglýsingaherferðum til að kynna umrædda vöru eða þjónustu.

 

  • Auglýsingavefþjónn – fyrirtæki sem býður upp á tækni til að koma auglýsingum á viðeigandi síðu eða vefsvæði.

 

  • Auglýsinganet – fyrirtæki sem tengir vefsíður og vefútgáfur við viðeigandi auglýsendur.

 

  • Auglýsingamiðlun – fyrirtæki sem virkar sem sem opinn markaður fyrir kaup og sölu auglýsinga.

 

  • Auglýsingastofa – fyrirtæki sem starfar með auglýsendum við sköpun herferða til að kynna vöru eða þjónustu auglýsandans.

 

  • Viðskiptaborð auglýsingastofu (trading desk) – teymi innan auglýsingastofu sem starfar á vettvangi eftirspurnar til að stýra herferðum.

 

  • Gagnasamleiðir (data aggregator) – fyrirtæki sem dregur saman upplýsingar úr fjölda heimilda og skiptir í „kafla“ út frá áhugasviðum (t.d. bifreiðakaupendur).

 

  • Eftirspurnarvettvangur – fyrirtæki sem gerir auglýsendum kleift að tengjast vefútgáfum.

 

  • Söluvettvangur – félag sem vinnur með vefútgáfum við að hámarka þá fjármuni sem fást með því að selja auglýsingar á síðu vefútgáfunnar.

 

  • Vefútgáfa – fyrirtæki sem kynnir vörur sínar og þjónustu í gegnum vefsíðu sína og í þessu samhengi, selur auglýsingar á síðuna til að aðstoða við greiðslu þeirra. Auglýsandi hefur eigin vefsíðu og verður því einnig vísað til hans sem vefútgáfu.

 

Hér að neðan má sjá hvernig öll þessi fyrirtæki vinna að því að koma auglýsingum til skila.

 

 

Hvernig er friðhelgi mín vernduð?

 

Upplýsingarnar sem safnað er og notaðar eru fyrir þessa tegund auglýsinga eru ekki persónulegar, þannig að ekki er hægt að bera kennsl á þig – notandann – í hinum raunverulega heimi. Engar persónuupplýsingar, svo sem nafn, heimilisfang eða netfang, eru notaðar. Gögnum um netvafur þitt er safnað og þau greind nafnlaust. Ef greiningin sýnir fram á sérstakt áhugasvið, er köku (cookie) – lítil skrá sem notuð er af flestum vefsíður til að geyma gagnlegar upplýsingar til að bæta nýtingu þína á netinu – komið fyrir í tölvunni og kakan (ekki gögnin um netvafrið) ákvarðar hvaða auglýsingar þú færð. Þú getur stjórnað því hvaða kökur þú samþykkir eða hafnar.

 

Fyrirtækið sem safnar og notar gögnin býður einnig upp á leið fyrir þig til að hafna atferlisauglýsingum og hinir víðtæku, góðu starfshættir ESB eru sérstaklega hannaðar til að veita þér betri upplýsingar og stjórn á þessari tegund auglýsinga. Við höfum sameinað öll viðkomandi fyrirtæki á þessa síðu, þannig að þú þarft aðeins að fara á einn stað til að fara með stjórn. Smelltu hér til að afþakka atferlisauglýsingar. Mundu: Að slökkva á atferlisauglýsingum þýðir EKKI að það verði ekki fleiri auglýsingar á netinu. Hins vegar er líklegt að auglýsingarnar sem þú sérð séu minna tengdar áhugasviðum þínum.

 

Hvað ef ég er með fleiri spurningar? Gagnlegir tenglar: