Að bera fram kvörtun

Ef þú vilt bera fram kvörtun varðandi atferlisauglýsingar þarftu að framkvæma nokkur einföld skref svo við getum aðstoðað við að leysa málið.

 

Fyrsta skref

 

Hér að neðan er einfaldur gátlisti sem getur aðstoðað við að leysa úr fyrirspurninni eða kvörtuninni:

 

1. Tengist kvörtunin efni auglýsingar? Ef svo er, skaltu heimsækja eftirlitsaðilann fyrir auglýsingaefni, Eftirlitsstofnunina fyrir auglýsingastaðla.

2. Tengist kvörtunin fjármálaauglýsingum (t.d. lánamálum, almennum tryggingum eða sparnaði/bankareikningum)? Ef
svo er, skaltu heimsækja
Eftirlitsstofnunina fyrir fjármálaþjónustu.

3. Viltu afþakka atferlisauglýsingar? Ef svo er, skaltu heimsækja afþökkunarsíðuna okkar.
4. Áttu í erfiðleikum með að afþakka atferlisauglýsingar með því að nota tenglana á þessari vefsíðu? Ef svo er, skaltu heimsækja afþökkunarsíðuna okkar.
5. Færðu ennþá atferlisauglýsingar eftir að þú afþakkaðir þær? Ef svo er, skaltu fara á algengu spurningarnar okkar.
6. Ert þú með fyrirspurn varðandi friðhelgisstillingar í vafranum þínum? Ef svo er, skaltu heimsækja afþökkunarsíðuna okkar.
7. Ertu með almenna fyrirspurn eða áhyggjur varðandi atferlisauglýsingar og langar að vita meira? Ef svo er, skaltu fara á algengu spurningarnar okkar.

 

Annað skref

 

Ef vandamál eru enn til staðar og þú vilt leggja fram formlega kvörtun, getur þú gert það með því að hafa samband við Eftirlitsstofnun fyrir auglýsingastaðla (ASA).