Hjálparsíða

Hér eru nokkur atriði sem þú þarft að vita um afþökkun…

 

– Ef þú kýst að afþakka atferlisauglýsingar með því að nota afþökkunarsíðuna, er mikilvægt að muna að það þýðir ekki að þú munir ekki lengur fá auglýsingar þegar þú notar netið. Hins vegar þýðir það að auglýsingarnar sem birtast á vefsíðum sem þú heimsækir verða ekki sérsniðnar að þér og áhugasviðum þínum og geta verið minna viðeigandi fyrir þig.

 

– Ef þú kýst að afþakka atferlisauglýsingar frá tilteknu fyrirtæki, mun það aðeins gilda um gagnasöfnun viðkomandi fyrirtækis og notkun þeirra til að bjóða upp á atferlisauglýsingar á þeim netvafra sem þú notar. Á sama hátt, ef þú kýst að afþakka allar atferlisauglýsingar frá skráðum þjónustuveitenda, gildir það aðeins um þann netvafra sem þú notar.  Þú verður að nota sömu aðferð fyrir hvern einstakan netvafra sem þú notar á sömu og/eða mismunandi tölvu eða tækjum. Vinsamlegast athugaðu að ef mismunandi notandareikningar eru á tölvu heimilisins, getur þú sérsniðið óskir þínar fyrir hvern reikning. Skoðaðu fimm mikilvægustu ábendingar okkar.

 

– Ef þú hefur afþakkað atferlisauglýsingar og ákveður síðan að þú kjósir frekar að fá auglýsingar sem tengjast áhugasviðum þínum, geturðu óskað eftir því með því að nota sama formið á afþökkunarsíðunni. Einnig geturðu eytt kökunum á vafranum þínum. Skoðaðu fimm mikilvægustu ábendingarnar okkar til að gera það.

 

– Ef þú átt í einhverjum sérstökum eða viðvarandi vandræðum með að nota afþökkunarsíðuna okkar, vinsamlegast sjá hér að neðan.

 

Áttu í vandræðum með að nota afþökkunartólið á vefsíðunni?

 

– Ákveðnir þættir gætu haft áhrif á árangur af afþökkunarsíðunni sem við höfum ekki stjórn á. Þar á meðal eru vandamál með nettenginguna þína, öryggisstillingar fyrirtækjaneta eða stillingar netvafrans.

 

– Ef þú átt í vandræðum með afþökkun með því að nota tenglana á vefsíðunni, mælum við með því að þú byrjir á því að reyna aftur.

 

Ef þú átt enn í vandræðum, sjá hér að neðan.

 

– Sum afþökkunartól sem boðið er upp á eru byggð á kökum. Því verður þú að stilla netvafrann þannig að hann samþykki kökur frá þriðja aðila til að afþökkunin geti farið fram með góðum árangri. Farðu á fimm mikilvægar ábendingar til að kynna þér friðhelgisstillingar fyrir netvafrann sem þú notar.

 

– Þú getur fengið nánari upplýsingar og aðstoð á sérstakri hjálparsíðu á vafranum sem þú notar: Internet Explorer, Firefox, Safari og Chrome

 

– Ef vandamálið er viðvarandi, getur þú hlaðið niður gátlistanum okkar fyrir úrræðaleit eða notað þetta form til að hafa samband við okkur.