Þessi vefsíða safnar og notar ópersónugreinanlegar upplýsingar til að greina virkni á síðunni til að bæta vefsíðuna. Þú hefur stjórn á því hvernig þessum upplýsingum er safnað og þær notaðar.

Vafraviðauki (beta)

YourOnlineChoices beta vafraviðauki (browser extension)

 

Til að auka varanleika óska þinna sem settar eru fram á neytendavalssíðunni, höfum við búið til vafraviðauka sem er fáanlegur eins og er í betaútgáfu fyrir Chrome og Firefox. Vafraviðaukinn er hannaður til að forða því að kökur (cookies) séu fjarlægðar fyrir slysni úr vafranum þínum sem geymir þessa valkosti.

 

Hvernig vafraviðaukinn virkar

 

YourOnlineChoices beta vafraviðaukinn virkar með því að varðveita óskir þínar sem settar eru fram á youronlinechoices.eu. Þetta á sérstaklega við um atferlisauglýsingar á netinu (OBA) frá þátttökufyrirtækjum. Vefsíður sem þú heimsækir geta samt sem áður verið að safna upplýsingum í öðrum tilgangi en fyrir OBA. Einnig má vera að þátttökufyrirtækin haldi áfram að koma auglýsingum til þín – en þær munu ekki byggjast á áhugasviðum þínum eða vafri.
 

Þegar fleiri fyrirtæki taka þátt í evrópsku sjálfseftirlitsáætluninni (European Self-Regulatory Programme) um OBA, verður þeim bætt við Ad Choices síðuna. Engrar þátttöku er krafist frá þér sem neytanda til að uppfæra viðbótina (plugin), hins vegar ættir þú að huga að því að ef ný fyrirtæki taka þátt í áætluninni verða óskir þínar ekki settar upp sjálfkrafa, því hvetjum við þig til að heimsækja Ad Choices síðuna af og til.
 

Einnig ættir þú að huga að því að viðaukinn og viðkomandi óskir þínar virka aðeins í vafranum sem þú notar, því ættir þú að setja upp óskir þína og geyma þær í öllum vöfrum og tölvum sem þú gætir notað. Þessi viðauki er nú í beta og verður uppfærður smám saman.

 

YourOnlineChoices beta viðauki fyrir Chrome

 

YourOnlineChoices beta viðaukinn er fáanlegur í vefverslun Chrome hér: https://chrome.google.com/webstore/detail/youronlinechoices-persist/pbnjoahdkcfoagmplfghakflnofikibm.
 

YourOnlineChoices beta viðauki fyrir Firefox

 

YourOnlineChoices beta viðaukinn er fáanlegur í Firefox viðbótasafninu hér: https://addons.mozilla.org/en-US/firefox/addon/your-online-choices-plugin/.
 

YourOnlineChoices beta viðauki fyrir Internet Explorer

 

YourOnlineChoices beta viðaukinn er fáanlegur í Internet Explorer viðbótasafninu hér: http://www.youronlinechoices.com/setup32.exe (32-bit),
http://www.youronlinechoices.com/setup64.exe (64-bit).